Beint í efni
En

Ostóber er tími til að njóta osta. Gæddu þér á þínum uppáhaldsostum, smakkaðu nýja og prófaðu spennandi uppskriftir þar sem íslenskir ostar koma við sögu.

Spennandi nýjungar

Við kynnum til leiks tvo nýja osta, nýja ostaköku og setjum aftur á markað þrjá osta sem litu fyrst dagsins ljós í Ostóber á síðasta ári. Ostarnir eru einstakir með sín sérkenni og því skemmtileg viðbót við aðra íslenska sælkeraosta og njóta sín vel á ostabakka eða einir sér með góðum drykk og meðlæti.

Ostakaka með karamellukurli

Nýr og bragðmikill kexbotn mætir silkimjúkri og ómótstæðilegri ostakökufyllingu. Ekki flækja hlutina þegar þú þarft þess ekki og veldu þér einfaldan og bragðgóðan eftirrétt þegar þú vilt gera vel við þig og þína.

Rjómaostur með tómötum og basilíku

Mjúkur og bragðgóður rjómaostur sem smellpassar á pizzur og í pastarétti, í ofnbakaða rétti á borð við brauð- og fiskrétti, sem ídýfa með niðurskornu grænmeti og nachos flögum eða beint ofan á brauð og kex. Veldu þitt rjómaosta tilefni og prófaðu þessa bragðgóðu nýjung við fyrsta tækifæri.

Marmari

Tvílitur og töfrandi cheddar ostur sem setur skemmtilegan svip á ostafjölskylduna. Marmari er þéttur í sér, kornóttur, eilítið þurr í munni en mildur á bragðið með vott af beikon- og kryddjurtabragði.

Hektor með jalapeño

Mildur ostur, bragðbættur með rauðum og grænum jalapeño. Hektor er hógvær og laus við allan æsing en undir niðri leynist kraumandi eftirbragð sem leiðir hugann alla leið til Suður- Ameríku.

Dala Auður með chili

Bragðlaukarnir fara í stórkostlegt ferðalag með rjómakenndum osti og viðbættu chili og því lýkur ekki fyrr en síðasti bitinn er búinn.

Stout gráðaostur

Þroskaður í Garúnu frá Borg Brugghúsi. Bragðið er sætt og litað bragðtónum af mildum gráðaosti og brögðóttu súkkulaði, kaffi og lakkrís.

Hugmyndir og uppskriftir

Nú er tíminn til að gera vel við sig í mat og drykk, gæða sér á dýrindis ostum og prófa eitthvað nýtt. Fáðu innblástur fyrir ostabakkann, veisluna og kvöldmatinn og njóttu osta með góðu fólki.

Nánari vöruupplýsingar