Beint í efni
En

Með þjóðinni í hálfa öld!

Saga Kókómjólkur spannar 50 ár en drykkurinn kom fyrst á markað árið 1973. Árið 1975 voru umbúðirnar skreyttar með mynd af ketti hlusta á tónlist og síðan þá hefur kötturinn verið lukkudýr Kókómjólkurinnar. Kötturinn Klói var nafngreindur 1990 þegar umbúðirnar fengu andlitslyftingu. Kókómjólk hefur fyrir löngu unnið hug og hjörtu Íslendinga enda passar hún vel með hverju sem er, súkkulaðisnúð og einni með öllu, ein sér eða með hverju sem er. Kókómjólkurframleiðsla hjá MS hófst fyrir 50 árum og hefur Kókómjólkin verið ein vinsælasta vara fyrirtækisins alla tíð síðan.

Kókómjólk - fyrir hvaða tilefni sem er

Klói elskar afmælisveislur og Kókómjólkin smellpassar á veisluborðið! Kókómjólk og kaka, Kókómjólk og snúður, Kókómjólk og kleina, Kókómjólk og pylsa - Kókómjólk passar með öllu. Kókómjólk hentar líka frábærlega í heita og góða drykki og þá hentar 1 l fernan sérstaklega vel. Kókómjólkina þarf einfaldlega að hita rólega upp í potti og toppa með þeyttum rjóma og þá er komið dýrindis heitt kakó.

Litaðu Klóa

Klói hefur tekið breytingum í gegnum tíðina en alltaf verið eins á litinn, vínrauður og gulur. Ef þér finnst hins vegar vera kominn tími á smá breytingu hvetjum við þig til að nota ímyndunaraflið og lita Klóa eins og þú vilt hafa hann.

Venjuleg Kókómjólk og sykurskert Kókómjólk sem inniheldur aðeins 2% viðbættan sykur eru frábærar í nestið og á milli mála.
Sykurskerta kókómjólkin er laktósaskert og hentar flestum þeim sem hafa laktósaóþol.

Með þér á ferð og flugi

Kókómjólk er kraftmikill ferðafélagi sem hressir og kætir alla fjölskylduna. Hvort sem þú ert á leið í útilegu eða íþróttamót, í sumarbústað eða sund er upplagt að grípa með sér eina fernu af Kókómjólk til að njóta á góðri stundu.

Nýr Klóabúningur sannkallað listaverk

Vinsældir Klóa eru miklar og vekur það alltaf jafn mikla lukku þegar Klói mætir á svæðið enda gefur hann hlýjustu knúsin og er alltaf til í að sitja fyrir á myndum með vinum sínum. Í upphafi árs tók búningahönnuðurinn Elma Bjarney Guðmundsdóttir við því verkefni að hanna og sauma nýjan Klóabúning fyrir Mjólkursamsöluna. Elma hefur yfir 20 ára reynslu af búningahönnun og setur það punktinn yfir i-ið að búningurinn sé nú bæði hannaður og framleiddur á Íslandi.

Tengdar vörur